100 mörk Guðjóns skila honum í 7. sæti

Guðjón Valur að skora gegn Vardar Skopje í Meistaradeildinni.
Guðjón Valur að skora gegn Vardar Skopje í Meistaradeildinni. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, er í sjöunda sæti á lista markahæstu leikmanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Guðjón Valur, sem sneri aftur til Löwen frá Barcelona fyrir leiktíðina, hefur skorað 100 mörk í 18 leikjum liðsins eða 5,6 mörk að meðtali í leik. Hann er eini Íslendingurinn sem er á meðal þeirra 25 markahæstu í deildinni.

Johannes Selin úr Melsungen er markahæstur með 122 mörk, Robert Weber, Magdeburg, kemur næstur með 119 mörk og í þriðja sæti er Philipp Weber úr Wetzlar sem hefur skorað 118 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert