Ekkert fær stöðvað KA-menn

Jón Heiðar Sigurðsson var öflugur með KA í kvöld.
Jón Heiðar Sigurðsson var öflugur með KA í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA-menn eru enn með fullt hús stiga á toppi 1. deildar karla í handknattleik, Grill 66-deildarinnar, eftir sigur á HK í toppslag sunnan heiða í kvöld 28:27.

KA-menn voru með öruggt forskot í hálfleik, 15:9, en spennan var meiri í þeim síðari þar sem að lokum munaði bara einu mörku á liðunum 28:27.

Sigþór Árni Heimisson var markahæstur hjá KA í kvöld með 7 mörk en Jón Heiðar Sigurðsson kom næstur með 5 mörk. Hjá HK var Elías Björgvin Sigurðsson í aðalhlutverki með 10 mörk.

KA-menn hafa unnið alla átta leiki sína á tímabilinu og hafa 16 stig. HK hefur 12 stig í öðru sætinu og Akureyri er með 10 stig en á leik til góða síðar í kvöld.

mbl.is