Logi til Fjölnismanna

Logi Gliese Ágústsson.
Logi Gliese Ágústsson. Ljósmynd/Fjölnir

Karlalið Fjölnis í Olís-deild karla í handknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir baráttuna en Logi Gliese Ágústsson er genginn í raðir Grafarvogsliðsins.

Í fréttatilkynningu frá Fjölni segir:

„Logi Gliese Ágústsson er nýjasti leikmaður meistaraflokks karla. Logi spilar stöðu leikstjórnanda en getur einnig leyst af aðrar stöður á vellinum. 

Hann kemur til okkar frá Danmörku en þar stundaði hann nám og spilaði handbolta samhliða síðastliðið haust. Þar á undan spilaði Logi með Víkingum. Að auki má nefna að hann lauk námi af afreksbraut Borgarholtsskóla.“

Fjölnir situr á botni Olís-deildarinnar með 5 stig eins og Víkingur eftir 14 umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert