Eyjamenn galopnuðu toppbaráttuna

Það var hart barist í Eyjum í kvöld.
Það var hart barist í Eyjum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn fóru með sigur af hólmi gegn FH í toppslag Olísdeildar karla í handbolta í kvöld, 37:29. ÍBV var yfir allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu. Eyjamenn settu tóninn strax í byrjun og komust í 4:1 og tókst FH aldrei að jafna eftir það.

Hægri hornamennirnir Theodór Sigurbjörnsson og Óðinn Freyr Ríkharðsson voru markahæstir í sínum liðum. Theodór skoraði 9 mörk fyrir ÍBV og Óðinn 8 fyrir FH. Agnar Smári Jónsson skoraði 6 fyrir ÍBV, eins og Ágúst Birgisson fyrir FH. Stephen Nielsen átti góðan leik í marki heimamanna og varði 16 skot. 

ÍBV fór upp fyrir Val og upp í 2. sæti deildarinnar og munar nú þremur stigum á liðunum og á ÍBV leik til góða. Toppbaráttan opnaðist því upp á gátt með úrslitunum. 

ÍBV 37:29 FH opna loka
60. mín. Andri Heimir Friðriksson (ÍBV) skoraði mark Bombar þessum í netið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert