Unnu vel fyrir silfrinu

Silfurverðlaunalið Íslands á EM í handbolta U18 ára
Silfurverðlaunalið Íslands á EM í handbolta U18 ára

„Því miður þá hittum við ekki á góðan leik,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari U18 ára landsliðs karla í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Svíum með fimm marka mun, 32:27, í úrslitaleik Evrópumótsins sem fór fram í Króatíu. „Það átti enginn í okkar liði toppleik, menn voru nokkuð frá sínu besta,“ sagði Heimir þegar Morgunblaðið náði af honum tali eftir að hafa tekið við silfurverðlaunum á Evrópumótinu. Danir urðu í þriðja sæti eftir sigur á Króötum, 26:24. Norðurlandaþjóðirnar fara heim með öll verðlaun mótsins.

„Yfirhöfuð vantaði okkur betri vörn og markvörslu auk þess sem sóknarleikurinn var ekki nógu góður. Mistökin voru of mörg. Auk þess vantaði okkur fleiri mörk eftir hraðaupphlaup til þess að vinna þennan leik.

Við fórum illa af stað í leiknum og lentum snemma undir, 7:1 og 9:2. Okkur tókst að jafna metin fyrir hálfleik þegar staðan var 12:12. Síðan var jafnt á öllum tölum fram yfir miðjan síðari hálfleik að Svíar tóku af skarið. Mikill kraftur fór í það hjá strákunum að jafna metin eftir slæma byrjun. Það kom niður á okkur þegar á leikinn leið,“ sagði Heimir sem var stoltur af liði sínu og sagði leikmenn eiga að vera ánægða með frábæran árangur á mótinu.

Nánar má lesa um afrek U18 ára landsliðs karla í handbolta á Evrópumótinu í Króatíu í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert