Annar sigur hjá Sigtryggi

Sigtryggur Daði Rúnarsson í búningi Lübeck-Schwartau.
Sigtryggur Daði Rúnarsson í búningi Lübeck-Schwartau. Ljósmynd/vfl-luebeck-schwartau.de

Sigtryggur Daði Rúnarsson og hans nýju samherjar hjá Lübeck-Schwartau unnu í kvöld sinn annan sigur í fyrstu þremur umferðum þýsku B-deildarinnar í handknattleik.

Þeir unnu Dessauer á heimavelli, 30:24, og eru því með fjögur stig eftir þrjá fyrstu leiki sína, og deila toppsæti deildarinnar með Nordhorn, Hamm og Essen. Sigtryggur Daði skoraði þrjú mörk í leiknum en hann kom til félagsins frá Balingen í sumar.

Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk, öll úr vítaköstum, fyrir Balingen sem tapaði 22:21 fyrir Hamm á útivelli. Balingen er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni.

mbl.is