Selfoss fer með fullt hús frá Akureyri

Selfyssingurinn Einar Sverrisson sækir að vörn Akureyrar í leiknum í …
Selfyssingurinn Einar Sverrisson sækir að vörn Akureyrar í leiknum í kvöld þar sem Brynjar Hólm Grétarsson er til varnar. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Selfoss er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Olís-deild karla í handknattleik eftir að hafa sótt tvö stig norður yfir heiðar og unnið þar sex marka sigur á nýliðum Akureyrar, 36:30.

Selfyssingar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14, og leyfðu heimamönnum aldrei að ógna forskoti sínu að ráði eftir hlé. Atli Ævar Ingólfsson, Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson skoruðu allir sex mörk fyrir Selfoss en Friðrik Svavarsson skoraði átta fyrir Akureyri.

Selfoss er með fjögur stig eins og KA eftir fyrstu tvo leikina en Akureyri er án stiga.

Mörk Akureyrar: Friðrik Svavarsson 8, Hafþór Már Vignisson 7, Garðar Már Jónsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Ihor Kopyshynskyi 2, Gunnar Valdimar Johnsen 2 Arnþór Gylfi Finnsson 1.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 6, Elvar Örn Jónsson 6, Haukur Þrastarson 6, Hergeir Grímsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Einar Sverrisson 4, Guðni Ingvarsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Alexander Már Egan 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert