Aron Rafn með stjörnuleik

Aron Rafn fagnar markvörslu sinni í gær.
Aron Rafn fagnar markvörslu sinni í gær. Ljósmynd/hamburg-handball.de

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti stjörnuleik á milli stanganna þegar Hamburg vann sinn fyrsta leik í þýsku B-deildinni í handknattleik í gærkvöld.

Hamburg, sem hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum, vann stórsigur gegn Hamm-Westfalen á heimavelli 32:22 þar sem Aron Rafn var maður leiksins.

Aron varði 16 skot í leiknum í sínum fyrsta heimaleik með því að hann missti af tveimur fyrstu leikjum liðsins vegna höfuðmeiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik fyrir tímabilið.

Aron var hylltur af stuðningsmönnum Hamburg eftir leikinn sem að sjálfsögðu tóku víkingaklappið fræga.

mbl.is