Langþráð endurkoma Birnu Berg

Birna Berg Haraldsdóttir á æfingu með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta.
Birna Berg Haraldsdóttir á æfingu með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, sneri loks aftur á völlinn með liði sínu Aarhus United þegar það gerði jafntefli við Viborg í kvöld. Birna hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla síðan í lok mars.

Birna hefur farið í tvær aðgerðir á liðþófa í hné, þá síðari í ágúst eftir að sú fyrri í vor gerði ekki sitt gagn. Hún tjáði Morgunblaðinu í byrjun nóvember að hún væri byrjuð að æfa á ný og nú hefur hún snúið aftur á völlinn.

Birna Berg skoraði eitt mark í tveimur skotum sem hún tók gegn Viborg í kvöld, en lokatölur urðu 25:25. Aarhus United er í sjötta sæti af 14 liðum með 17 stig eftir 14 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert