Túnisbúar dæma leikinn

Mikið var um dýrðir í íþróttahöllinni í Berlín í gærkvöld …
Mikið var um dýrðir í íþróttahöllinni í Berlín í gærkvöld þegar HM í handbolta hófst þar. AFP

Túnisbúarnir Ismail Boualloucha og Ramzi Khenissi dæma viðureign Íslands og Króatíu í B-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik síðar í dag í Ólympíuhöllinni í München. Um er að ræða fyrstu viðureign beggja þjóða á mótinu sem hófst í gær með öruggum sigrum Dana og Þjóðverja á Sílebúum og Kóreumönnum í Kaupmannahöfn og Berlín.

Boualloucha og Khenissi  dæmdu einnig á heimsmeistaramóti karla fyrir tveimur árum auk þess sem þeir voru dómarar á HM kvenna 2015. 

Viðureign Íslands og Króatíu hefst klukkan 17 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is