Til mikils að vinna fyrir Brasilíu

Jose Toledoað skorar fyrir Brasilíu í leiknum gegn Spánverjum í …
Jose Toledoað skorar fyrir Brasilíu í leiknum gegn Spánverjum í kvöld. AFP

Það er til mikils að vinna fyrir Brasilíumenn þegar þeir mæta Íslendingum í lokaumferðinni í milliriðlinum á HM í handknattleik á miðvikudaginn.

Brassarnir eiga enn möguleika á að ná fjórða sætinu í riðlinum og keppa þar með um 7. sætið sem gefur sæti í umspili um þátttökurétt á Ólympíuleikunum.

Fari svo að Brasilía vinni Ísland, Króatía tapi fyrir Frakklandi og Spánn fái stig gegn Þýskalandi  enda Brasilíumenn í fjórða sætinu. Króatía er með 4 stig en Brasilía 2 en þar sem Brassarnir unnu Króatana myndu þeir ná fjórða sætinu, ef liðin verða tvö jöfn að stigum, þar sem þeir hefðu þá betur í innbyrðisviðureign.

Takist Íslendingum að vinna Brasilíu endar Ísland í fimmta sæti, og þar með í níunda eða tíunda sætinu á HM, en Brasilía í sjötta og neðsta sætinu í milliriðli 1, eða í 11. eða 12. sætinu.

mbl.is