Framkonur í úrslit

Hildur Þorgeirsdóttir úr Fram reynir skot að marki ÍBV í …
Hildur Þorgeirsdóttir úr Fram reynir skot að marki ÍBV í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Fram hafði betur þegar Fram og ÍBV mætast í þriðja sinn í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í Safamýri í kvöld. Fram sigraði 34:29 og samtals 3:0 í rimmunni.  

Fram lagði grunninn að sigrinum snemma leik en liðið komst í 7:0 og 10:1 á upphafsmínútum leiksins. Þá var sóknarleikur ÍBV í molum og Íslandsmeistararnir nýttu sér það. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 19:11. 

ÍBV hresstist í síðari hálfleik og lék þá mun betur en munurinn var of mikill til þess að Eyjakonur gætu hleypt spennu í leikinn. Fram hafði öruggt forskot sem endaði í fimm mörkum þegar uppi var staðið. 

Karen Knútsdóttir átti stórleik hjá Fram og skoraði 10 mörk. Hornamennirnir Unnur Ómarsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoruðu fimm mörk hvor. 

Arna Sif Pálsdóttir var markahæst hjá ÍBV með 9/3 mörk og Greta Kavaliauskaite kom næst með 6 mörk. 

Fram leikr því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hefur unnið síðustu tvö árin. Andstæðingurinn verður annað hvort Valur eða Haukar. 

Fram 34:29 ÍBV opna loka
60. mín. Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert