Haukur fór á kostum í tapi Íslands

Haukur Þrastarson stekkur hæst gegn Portúgal í dag. Tjörvi Týr …
Haukur Þrastarson stekkur hæst gegn Portúgal í dag. Tjörvi Týr Gíslason fylgist með. Ljósmynd/IHF

Íslenska U19 ára landslið karla í handknattleik tapaði í morgun fyrir Portúgal, 28:24, í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Norður-Makedóníu.

Portúgal var fimm mörkum yfir í hálfleik 15:10 og náðu íslensku strákarnir ekki að koma til baka eftir það. Haukur Þrastarson fór á kostum hjá Íslandi og skoraði níu mörk. Arnór Snær Óskarsson og Einar Örn Sindrason skoruðu fjögur.

Mörk Íslands: Haukur Þrastarson 9, Arnór Snær Óskarsson 4, Einar Örn Sindrason 4, Dagur Gautason 3, Blær Hinriksson 1, Jón Bald Freysson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1.

Þetta var fyrsta tap Íslands á mótinu, en liðið vann Túnis og Brasilíu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Portúgal er nú eitt liða með fullt hús stiga í riðlinum.

Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert