Þjóðverjinn fór á kostum

Ásgeir Snær Vignisson sækir að vörn FH í Kaplakrika í …
Ásgeir Snær Vignisson sækir að vörn FH í Kaplakrika í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vorum staðráðnir í taka frumkvæðið í sókn og vörn í byrjun leiks og við gerðum það heldur betur. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður af okkar hálfu en við hleyptum Valsmönnum inn í leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Við héldum samt ró okkar og náðum vopnum okkar á nýjan leik“ sagði FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn Val 26:23 í viðureign liðanna í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í gær.

Það sáust ótrúlegar tölur í fyrri hálfleik en FH-ingar léku stórkostlega fyrstu 20 mínútur leiksins og náðu mest níu marka forskoti 12:3 þar sem þýski markvörðurinn Phil Döhler fór á kostum og varði 14 skot í fyrri hálfleiknum.Valsmenn sýndu batamerki undir lok fyrri hálfleiks og þeir áttu gott áhlaup í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir minnkuðu muninn niður í eitt mark. FH-ingar eiga Ásbjörn Friðriksson og þegar mest á reyndi tók hann af skarið og með hann í broddi fylkingar sigldu FH-ingar framúr á síðasta stundarfjórðungi leiksins og innbyrtu sanngjarnan sigur.

Sjá meira um leikina í Olís-deild karla í handknattleik á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert