Sigur hjá meisturunum fyrir norðan

Díana Dögg Magnúsdóttir Valskona í skotfæri í leiknum í kvöld, ...
Díana Dögg Magnúsdóttir Valskona í skotfæri í leiknum í kvöld, komin framhjá Katrínu Vilhjálmsdóttur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslands- og bikarmeistarar Vals sóttu í kvöld tvö stig til Akureyrar í Olís-deild kvenna í handknattleik þegar liðið heimsótti KA/Þór í KA-heimilið. 

Valur vann með átta marka mun 32:24 og hafa meistararnir byrjað Íslandsmótið með látum og unnið fyrstu fimm leikina. 

Sandra Erlingsdóttir var markahæst með 8 mörk en þær Díana Dögg Magnúsdóttir og Hildur Björnsdóttir skoruðu 5 mörk hvor. 

Martha Hermannsdóttir átti stórleik fyrir KA/Þór og skoraði 10 mörk. 

mbl.is