Framtíðin björt

Í Slóvenum mættu Íslendingar ofurefli.
Í Slóvenum mættu Íslendingar ofurefli. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði sínum öðrum leik í röð á Evrópumótinu í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í gær. Slóvenar, sem hafa spilað nánast óaðfinnanlega á mótinu, unnu ekkert sérstaklega sannfærandi þriggja marka sigur.

En sigur er sigur og Slóvenar eru með fullt hús stiga í milliriðli tvö líkt og Norðmenn sem verða að teljast líklegastir til þess að fagna Evrópumeistaratitilinum í Stokkhólmi hinn 26. janúar.

Eins og Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari benti réttilega á þá tapaði íslenska liðið fyrir betra liði í gær. Það hefur sýnt sig á mótinu til þessa að íslenska liðið er svo sannarlega á réttri leið en þrátt fyrir það á liðið ennþá eitthvað í land. Of mörg dauðafæri hafa farið forgörðum á mikilvægum augnablikum og það ber vott um ákveðið reynsluleysi.

Sjá bakvörðinn í  heild í Morgunblaðinu í dag.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert