Unnu sinn fyrsta leik gegn tíu marka Bjarka

Bjarki Már Elísson skoraði tíu mörk í kvöld.
Bjarki Már Elísson skoraði tíu mörk í kvöld. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Bjarki Már Elísson skoraði tíu mörk úr ellefu skotum er Lemgo tapaði 26:32 á heimavelli gegn Oddi Gretarssyni og félögum í Balingen í þýsku efstu deildinni í handknattleik í kvöld.

Oddur skoraði úr báðum skotum sínum fyrir heimamenn sem voru að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, eru í 19. og næstneðsta sæti með tvö stig eftir sjö leiki. Lemgo er í sjöunda sæti með átta stig.

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk en Elvar Ásgeirsson ekkert er Stuttgart tapaði á útivelli gegn Erlangen, 34:25. Stuttgart er í 5. sæti með níu stig en Erlangen í 11. sæti með sjö stig.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt fyrir Magdeburg sem mátti þó þola 31:33-tap á heimavelli gegn RN Löwen. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá gestunum og Alexander Petersson var ekki með.

Þá þurfti að fresta nokkrum leikjum sem áttu að fara fram í dag. Flensburg - Melsungen fór ekki fram en Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar lið Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson spilar fyrir það.

mbl.is