Fyrsti leikurinn hjá Þóri í dag

Þórir Hergeirsson er vafalaust til í slaginn.
Þórir Hergeirsson er vafalaust til í slaginn. AFP

Lokakeppni EM kvenna í handknattleik hefst í Danmörku í dag og verður lið Noregs á ferðinni með Þóri Hergeirsson við stjórnvölinn. 

Fjórir leikir eru á dagskrá og eru þeir í B- og D-riðli keppninnar. Noregur leikur gegn Póllandi í D-riðlinum og þar mætast einnig Rúmenía í Þýskaland. Leikurinn hjá Þóri og hans konum er klukkan 19:30. 

Í B-riðli eigast annars vegar við Rússland og Spánn en hins vegar Svíþjóð og Tékkland. 

Frakkland er núverandi Evrópumeistari en Noregur á mikilli velgengni að fagna á EM og hefur sjö sinnum unnið. 

Til stóð að mótið færi fram í Danmörku og Noregi eins og þegar EM fór fram fyrir áratug síðan en Norðmenn þurftu að gefa frá sér gestgjafahlutverkið vegna sóttvarnarreglna í Noregi. Danir tóku þá að sér allt mótshaldið með litlum fyrirvara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert