Dramatík í Vestmannaeyjum

Kári Kristján Kristjánsson í baráttunni í Vestmannaeyjum í dag.
Kári Kristján Kristjánsson í baráttunni í Vestmannaeyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann Stjörnuna í miklum markaleik í dag þegar liðin mættust í 19. umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en með sigrinum er ÍBV komið í 3. sæti deildarinnar. Lokatölur voru 36:34 en Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með tíu mörk.

Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik að undanskildum góðum kafla Eyjamanna þar sem þeir tóku forystuna um stundarsakir. Gestirnir héldu þó sjó í fyrri hálfleik og skoruðu alls tuttugu mörk gegn vörn ÍBV. Eyjamenn gerðu 18 mörk í fyrri hálfleik sem er oftast nóg til að leiða leikinn.

Eyjamenn skiptu inn Petar Jokanovic þegar seinni hálfleikur hófst en hann varði sex skot á fyrstu sjö mínútunum sem hann spilaði, það gaf tóninn fyrir ÍBV sem gerðu virkilega vel í hröðum upphlaupum. Stjörnumenn komu muninum þó í fjögur mörk 21:25 áður en heimamenn tóku yfir leikinn og sneru honum í 33:29.

Þá voru Stjörnumenn búnir með öll sín leikhlé en náðu að jafna metin í 33:33 með frábærum kafla, á lokasprettinum voru Eyjamenn sterkari aðilinn og sigldu heim tveggja marka sigri.

ÍBV 36:34 Stjarnan opna loka
60. mín. ÍBV tekur leikhlé Ekki mikið eftir.
mbl.is