Meistararnir unnu eftir mikla spennu – Fram missteig sig

Sólveig Lára Kristjánsdóttir skýtur að marki Stjörnunnar í kvöld.
Sólveig Lára Kristjánsdóttir skýtur að marki Stjörnunnar í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistarar KA/Þórs eru með tvo sigra eftir tvo fyrstu leiki sína í Olísdeild kvenna í handbolta en liðið vann nauman 27:26-heimasigur á Stjörnunni í kvöld.

Fyrri hálfleikur var jafn á nánast öllum tölum en staðan eftir hann var 12:11, KA/Þór í vil. Meistararnir byrjuðu betur í seinni hálfleik og náðu sex sjö marka forskoti þegar hann var hálfnaður, 21:14.

Stjarnan neitaði að gefast upp, þrátt fyrir að staðan væri 27:22, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Stjörnukonur skoruðu fjögur síðustu mörkin, en KA/Þór hélt út og vann eins marks sigur.

Fram þurfti óvænt að sætta sig við aðeins eitt stig gegn Haukum á útivelli eftir 32:32-jafntefli. Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvo leiki.

Framkonur voru með 20:16-forskot í hálfleik og voru yfir stærstan hluta seinni hálfleiks. Haukar náðu hins vegar að jafna og komast yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, 27:26. Eftir æsispennandi lokamínútur sættust liðin á jafnan hlut.

Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 8, Ásdís Guðmundsdóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Martha Hermansdóttir 3, Sofie Larsen 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Rut Jónsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 8.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 10, Stefanía Theodórsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Elena Birgisdóttir 1, Britney Cots 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.

Varin skot: Darija Zecevic 12, Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 7.

Mörk Hauka: Sara Odden 8, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Rakel Sigurðardóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 3, Natasja Hammer 2, Berglind Benediktsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1.

Varin skot: Annika Petersen 19, Margrét Einarsdóttir 1.

Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 6, Emma Olsson 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1, Jónína Hlín Hansdóttir.  

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 10. 

mbl.is