Fór í sína aðra axlaraðgerð á innan við ári

Magnús Öder Einarsson í leik með Fram á nýafstöðnu tímabili.
Magnús Öder Einarsson í leik með Fram á nýafstöðnu tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Magnús Öder Einarsson, leikmaður karlaliðs Fram í handknattleik, gekkst í gær undir aðra aðgerð á öxl á innan við einu ári.

Handbolti.is greinir frá.

Magnús fór einnig í aðgerð á öxl síðastliðið haust og eftir að hann fór úr axlarlið í leik með Fram fyrir tæplega tveimur mánuðum síðan varð það ljóst að hann þyrfti að fara undir hnífinn að nýju.

Í samtali við Handbolta.is kvaðst Magnús reikna með því að það muni taka hann fjóra til sex mánuði að jafna sig að fullu eftir aðgerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert