Hannes stýrði sínum mönnum til sigurs

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/handball-westwien.at

Þjálfarinn Hannes Jón Jónsson stýrði sínum mönnum í Alpla Hard til sigurs gegn HSG Graz í austurrísku A-deildinni í handbolta í dag.

Gestirnir í Alpla unnu með fimm marka mun 30:25.

Liðið hefur nú unnið fjóra og gert eitt jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu og er því einu stigi á eftir toppliði og ríkjandi meisturum Krems.

mbl.is