Sannfærandi sigur ÍBV á Stjörnunni

Arnór Viðarsson lék afar vel með ÍBV í kvöld.
Arnór Viðarsson lék afar vel með ÍBV í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

ÍBV vann sannfærandi 36:27-heimasigur á Stjörnunni í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 17:15 og stungu Eyjamenn af í seinni hálfleik.

Í stöðunni 23:20 átti ÍBV 8:3 kafla og gekk frá leiknum í leiðinni, þar sem Stjarnan var ekki líkleg til að jafna eftir það.

Arnór Viðarsson og Rúnar Kárason gerðu átta mörk hvor fyrir ÍBV. Hjálmtýr Alfreðsson hjá Stjörnunni var hins vegar markahæstur með níu mörk og Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði sex.

ÍBV er í öðru sæti deildarinnar með átta stig og Stjarnan í sjötta sæti með fjögur.

ÍBV 36:27 Stjarnan opna loka
60. mín. Hjálmtýr Alfreðsson (Stjarnan) skoraði mark Verið frábær í horninu.
mbl.is