Rekinn eftir HM á heimavelli

Patryk Rombel hefur verið vikið frá störfum sem landsliðsþjálfari Pólverja.
Patryk Rombel hefur verið vikið frá störfum sem landsliðsþjálfari Pólverja. AFP

Patryk Rombel hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari pólska karlaliðsins í handbolta eftir vonbrigðamót á HM á heimavelli í síðasta mánuði.

Pólland hélt mótið ásamt Svíþjóð og hafnaði í 15. sæti, sem voru mikil vonbrigði. Eins og mörg önnur lið, þar á meðal það íslenska, ætlaði pólska liðið sér að fara í átta liða úrslit.

Rombel tók við pólska liðinu fyrir fjórum árum og stýrði því til 12. sætis á EM á síðasta ári. Marcin Lijewski, sem lék m.a. með Flensburg og pólska landsliðinu, er talinn líklegur eftirmaður Rombel, en Lijewski þjálfaði síðast Górnik Zabrze í heimalandinu.  

mbl.is