Þakklátir fyrir að vera í þessari stöðu

Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Við erum þakklátir fyrir að vera í þessari stöðu,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið á Hlíðarenda í gær.

Valur fær rúmenska liðið Steaua Búkarest í heimsókn í Valsheimilið í átta liða úrslitum Evrópubikarsins á laugardaginn. Valsmenn unnu sterkan útisigur í fyrri leik liðanna í Rúmeníu, 36:35, á sunnudaginn og eru því með eins marks forystu fyrir leikinn á Hlíðarenda.

Óskar Bjarni er spenntur fyrir komandi verkefni og er sáttur við eins marks forystuna. Hann tekur þó fram að margt þurfi að bæta í leik sinna manna.

Stemmningin er góð. Sigurinn úti var mikilvægur fyrir okkur. Byrjunin var góð og við hefðum í raun og veru viljað vera fimm eða sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Eins og seinni hálfleikurinn þróaðist erum við þó sáttir við að vera yfir í einvíginu.

Við erum allir mjög spenntir fyrir þessum leik á laugardaginn. Undanúrslitin bíða okkar. Við komumst þangað árið 2017 og mættum einmitt rúmensku liði, Potaissa Turda, þá þar sem mér fannst við vera dæmdir úr leik, en við erum mjög þakklátir og í raun auðmjúkir yfir því að vera í þessari stöðu, sagði Óskar Bjarni.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert