Langdýrasti leikmaður Íslands

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu frá árinu 2012 og leikið flestalla mótsleiki þess frá þeim tíma.

  • Gylfi er 28 ára gamall, fæddur 8. september 1989. Hann ólst upp hjá FH og síðan Breiðabliki og fór 16 ára gamall til enska félagsins Reading árið 2006. Gylfi hefur síðan leikið með Shrewsbury og Crewe sem lánsmaður, með Hoffenheim í Þýskalandi og með Swansea, Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni.
  • Hann varð langdýrasti knattspyrnumaður Íslands í ágúst 2017 þegar Everton keypti hann af Swansea fyrir 45 milljónir punda.
  • Gylfi lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 þegar hann var í byrjunarliði í 4:0 sigri á Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum.
  • Hann lék hverja mínútu í öllum fimm leikjum Íslands á EM í Frakklandi árið 2016.
  • Gylfi er þriðji markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 18 mörk í 55 landsleikjum.

Mogunblaðið hefur í dag niðurtalninguna fyrir HM en í dag eru 30 dagar í fyrsta leik Íslands sem verður á móti Argentínu. Þar er m.a. einn íslenskur leikmaður kynntur til sögunnar á dag.