Fyrirliði Íslands frá vorinu 2012

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Golli

Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins og hefur gegnt þeirri stöðu frá vorinu 2012 þegar hann var gerður að fyrirliða fyrir vináttulandsleik gegn Frakklandi.

Aron er 29 ára gamall, fæddur 22. apríl 1989, og lék fyrst 16 ára gamall með Þór í 1. deildinni 2005. Hann fór til AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006 og þaðan til Coventry á Englandi 2008 en hefur leikið með Cardiff frá árinu 2011. Hann spilaði með liðinu í úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14 og Cardiff hefur unnið sér sæti þar á ný fyrir tímabilið 2018-19.

Aron er sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 77 landsleiki, þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Hann lék fyrsta A-landsleikinn 18 ára gamall gegn Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008 og spilaði alls átta landsleiki það ár. Hann var í 21-árs landsliðinu sem lék í lokakeppni EM í Danmörku 2011.

Aron lék alla fimm leiki Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016.

Morgunblaðið heldur áfram í dag að telja niður dagana þar til Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM en hann verður eftir 24 daga gegn Argentínu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert