„Mögulega okkar besti leikur“

Zlatko Dalic, þjálfari Króata.
Zlatko Dalic, þjálfari Króata. AFP

„Við spiluðum vel fyrstu 20 mínúturnar og stjórnuðum leiknum. Svo fengum við á okkur sjálfsmark úr föstu leikatriði, komum til baka og vorum með yfirhöndina þegar vítið var svo dæmt,“ sagði Zlatko Dalic, þjálfari Króata, á heimasíðu FIFA eftir 4:2 tapið gegn Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

„Ég verð að óska leikmönnum mínum til hamingju. Þetta var mögulega besti leikur þeirra á þessu móti. Við stjórnuðum leiknum en fengum á okkur mörk. Það má ekki á móti jafnsterku liði og Frakkar eru. Við erum vonsviknir en við verðum að vera stoltir af því sem við höfum gert,“ sagði Dalic.

mbl.is