HM í dag: Lið Brasilíu

Neymar freistar þess að slá markamet Pelé fyrir Brasilíu á …
Neymar freistar þess að slá markamet Pelé fyrir Brasilíu á þessu heimsmeistaramóti. AFP/Nelson Almeida

Lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta hefur aldrei verið haldin án Brasilíu.

Brasilíumenn sigruðu Serba 2:0 í fyrstu umferðinni og Sviss 1:0 í annarri umferðinni og voru þar með komnir í sextán liða úrslit. Þeir töpuðu síðan 0:1 fyrir Kamerún. Í 16-liða úrslitum vann Brasilía sigur á Suður-Kóreu, 4:1.

Brasilíumenn eru efstir á heimslista FIFA og hafa setið þar í samtals 159 skipti. Þeir hafa orðið heimsmeistarar oftast allra, eða fimm sinnum, og er eina þjóðin sem hefur verið með á öllum 22 mótunum. Brasilía varð heimsmeistari 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. Þá fékk liðið silfurverðlaun 1950 og 1998 og bronsverðlaun 1938 og 1978. Frá sigrinum 2002 er hins vegar fjórða sætið 2014 besti árangur liðsins.

Brasilía tryggði sér sæti á HM með sannfærandi sigri í Suður-Ameríkuriðlinum en liðið fékk 45 stig úr 17 leikjum og tapaði ekki leik.

Neymar er stærsta stjarna brasilíska liðsins en hann gæti slegið markamet Pélé fyrir Brasilíu á þessu móti. Pélé skoraði 77 mörk fyrir Brasilíu en Neymar er kominn með 75 mörk. Dani Alves er mættur á mótið, 39 ára gamall, en hann, Neymar og Thiago Silva eru í þriðja til fimmta sæti yfir landsleikjahæstu mennina í sögu Brasilíu. Tólf leikmanna Brasilíu leika í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal tveir af bestu markvörðum heims, Alisson og Ederson.

Tite hefur þjálfað brasilíska liðið í hálft sjöunda ár.
Tite hefur þjálfað brasilíska liðið í hálft sjöunda ár. AFP/Nelson Almeida

Brasilíumenn léku tvo vináttulandsleiki í september, báða í Frakklandi. Þeir sigruðu Gana 3:0 og Túnis 5:1.

Tite þjálfar brasilíska liðið en hann er sextugur Brasilíumaður sem hefur stýrt liðinu frá sumrinu 2016 og vann Ameríkubikarinn með því árið 2019. Hann var fram að því þjálfari félagsliða í Brasilíu, síðast með Corinthians í sex ár, en þjálfaði líka tvívegis í skamman tíma í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

LIÐ BRASILÍU:

Markverðir:
1 Alisson Becker, 30 ára, Liverpool (Englandi), 57 leikir
12 Weverton, 34 ára, Palmeiras, 8 leikir
23 Ederson, 29 ára, Manchester City (Englandi), 18 leikir

Varnarmenn:
2 Danilo, 31 árs, Juventus (Ítalíu), 46 leikir, 1 mark
3 Thiago Silva, 38 ára, Chelsea (Englandi), 109 leikir, 7 mörk
4 Marquinhos, 28 ára, París SG (Frakklandi), 71 leikur, 5 mörk
6 Alex Sandro, 31 árs, Juventus (Ítalíu), 37 leikir, 2 mörk
13 Dani Alves, 39 ára, UNAM (Mexíkó), 124 leikir, 8 mörk
14 Éder Militao, 24 ára, Real Madrid (Spáni), 23 leikir, 1 mark
16 Alex Telles, 29 ára, Sevilla (Spáni), 8 leikir
24 Bremer, 25 ára, Juventus (Ítalíu), 1 leikur

Miðjumenn:
5 Casemiro, 30 ára, Manchester United (Englandi), 65 leikir, 5 mörk
7 Lucas Paquetá, 25 ára, West Ham (Englandi), 35 leikir, 7 mörk
8 Fred, 29 ára, Manchester United (Englandi), 28 leikir
15 Fabinho, 29 ára, Liverpool (Englandi), 28 leikir
17 Bruno Guimaraes, 25 ára, Newcastle (Englandi), 8 leikir, 1 mark
22 Éverton Ribeiro, 33 ára, Flamengo, 21 leikur, 3 mörk

Sóknarmenn:
9 Richarlison, 25 ára, Tottenham (Englandi), 38 leikir, 17 mörk
10 Neymar, 30 ára, París SG (Frakklandi), 121 leikur, 75 mörk
11 Raphinha, 25 ára, Barcelona (Spáni), 11 leikir, 5 mörk
18 Gabriel Jesus, 25 ára, Arsenal (Englandi), 56 leikir, 19 mörk
19 Antony, 22 ára, Manchester United (Englandi), 11 leikir, 2 mörk
20 Vinícius Júnior, 22 ára, Real Madrid (Spáni), 16 leikir, 1 mark
21 Rodrygo, 21 árs, Real Madrid (Spáni), 7 leikir, 1 mark
25 Pedro, 25 ára, Flamengo, 2 leikir, 1 mark
26 Gabriel Martinelli, 21 árs, Arsenal (Englandi), 3 leikir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert