Tvær breytingar fyrir leikinn gegn Alsír

Björgvin Páll Gústavsson kemur inn í hópinn í kvöld.
Björgvin Páll Gústavsson kemur inn í hópinn í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Alsír í öðrum leik Íslands á HM í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi. Tuttugu leikmenn eru skráðir til leiks en 16 eru á leikskýrslu hverju sinni.

Tvær breytingar eru á leikmannahópnum sem tapaði 25:23 gegn Portúgal í fyrsta leik í F-riðlinum en þeir Janus Daði Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson detta út og inn koma Magnús Óli Magnússon og Björgvin Páll Gústavsson. Auk þeirra Janus og Viktors verða Kristján Örn Kristjánsson og Kári Kristján Kristjánsson ekki með í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður fylgst með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Síðasti leikurinn í riðlinum verður svo á mánudaginn gegn Marokkó.

Hópurinn sem leikur gegn Alsír í kvöld er eftirfarandi:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 34/1
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar 231/13
Bjarki Már Elísson, Lemgo 74/186
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 21/31
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 126/234
Magnús Óli Magnússon, Val 6/6
Elvar Örn Jónsson, Skjern 38/106
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 27/35
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 183/721
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 50/135
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 14/26
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 117/338
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 31/61
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 55/70
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 8/7
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 45/21

Gísli Þorgeir Kristjánsson í baráttunni gegn Portúgal í fyrsta leik.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í baráttunni gegn Portúgal í fyrsta leik. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert