Slóvenar í engum vandræðum

Nik Henigman fagnar marki fyrir Slóvena í leiknum í dag.
Nik Henigman fagnar marki fyrir Slóvena í leiknum í dag. AFP

Slóvenar unnu mjög öruggan sigur á Norður-Makedóníu, 31:21, í fyrsta leiknum í milliriðli fjögur á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Egyptalandi í dag.

Staðan í hálfleik var 13:9, Slóvenum í hag, en þeir eru þá komnir með 4 stig. Norður-Makedónía er án stiga og á enga möguleika á að blanda sér í baráttuna um að komast áfram úr riðlinum.

Rússland mætir Egyptalandi klukkan 17 og Svíþjóð mætir Hvíta-Rússlandi kl. 19.30. Svíar eru með 4 stig, Rússar þrjú, Egyptar tvö og Hvít-Rússar eitt stig.

Norður-Makedónía: Kiril Lazarov 5, Mario Tankoski 3, Filip Kuzmanovski 3, Filip Taleski 3, Martin Serafimov 2, Zharko Peshevski 2, Stojanche Stoilov 1, Martin Popovski 1, Dimitar Dimitrioski 1.

Slóvenía: Dragan Gajic 7, Borut Mackovsek 5, Jure Dolenec 5, Miha Zarabec 4, Nejc Cehte 4, Nik Henigman 2, Rok Ovnicek 1, Matej Gaber 1, Matic Suholeznik 1, Blaz Blagotinsek 1.

mbl.is