Þeir yngri verða að reynsluboltum

Íslensku landsliðsstrákarnir standa saman undir þjóðsöngnum eftir sigur í Galati …
Íslensku landsliðsstrákarnir standa saman undir þjóðsöngnum eftir sigur í Galati í Rúmeníu. Ljósmynd/Sorin Pana

„Það verður sigur fyrir Ísland að forðast fall úr deildinni.“ Svona var hugarfar margra um möguleika Íslands á HM í íshokkí sem klárast í Galati í Rúmeníu á morgun.

Með sjö nýliða í hópnum og svokallaða stjörnuleikmenn fjarverandi var ekki búist við neinu af liðinu, en frammistaðan hefur komið mörgum á óvart sem ekki hafa fundið fyrir þeirri liðsheild sem skapast hefur í Galati.

Ísland mætir Serbíu í lokaleik sínum á morgun og það þarf mikið að fara úrskeiðis ef sigur tryggir ekki verðlaunasæti. Ísland hefur ekki unnið til verðlauna í þrjú ár og það væri því einstaklega sætt að hafa viðurkenningu um hálsinn miðað við þá umræðu sem átti sér stað fyrir mót. En átti þessi frammistaða eitthvað að koma á óvart?

Í sjálfu sér ekki, og í því samhengi verður að spyrja sig hvenær nýliðar eiga eiginlega að fá tækifærið á stóra sviðinu. Fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson og Jónas Breki Magnússon voru báðir 18 ára þegar Ísland fór fyrst á HM árið 1999, og svo er verið að efast um jafnaldra þeirra í dag. Hvernig eigum við að fá upp þá leikmenn sem eiga að verða þeir reyndustu næstu árin ef þeir fá aldrei tækifæri? Það er spurning sem þarf að spyrja sig í öllum hópíþróttum og sama hvernig fer gegn Serbíu á morgun var rétt ákvörðun að gefa yngri leikmönnum tækifærið hér í Rúmeníu.

Sjá viðhorfsgrein Andra Yrkils í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka