Dönum gengur (of) vel

Lars Eller, fremstur á miðjunni, býr sig undir að slá …
Lars Eller, fremstur á miðjunni, býr sig undir að slá pökkinn. AFP

Danir eru ánægðir með gengi sinna manna í amerísku NHL-deildinni í íshokkíi en um leið áhyggjufullir. Íþróttin hefur verið í mikilli sókn í Danmörku og nú er svo komið að Danir eiga sjö leikmenn í NHL, sterkustu deild í heimi.

TV2 segir frá því að fimm þeirra sjö séu komnir með sæti í úrslitakeppninni með sínum liðum og líkur á að þeir verði sex. Einn þessara leikmanna er Lars Eller hjá Washington Capitals, en hann er sonur Olafs Ellers sem var landsliðsþjálfari Íslands um tveggja ára skeið.

Þessi velgengni Dana í NHL flækir málin varðandi danska landsliðið, sem er í efstu deild HM, en Danir munu halda HM í ár, sem verið hefur markmið þeirra um nokkurt skeið. Komist leikmenn langt í úrslitakeppni NHL stangast það á við HM í maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert