Keflvíkingar Íslandsmeistarar

TaKesha Watson skoraði grimmt í kvöld.
TaKesha Watson skoraði grimmt í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Keflvíkingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna þegar þeir lögðu KR 91:90 í æsispennandi leik í Keflavík og þar með úrslitarimmuna 3:0.

Lokasekúndurnar voru gríðarlega spennandi því KR jafnaði 87:87 en Keflavík gerði næstu fjögur stig, 91:87 og aðeins 12 sekúndur eftir. KR svaraði með þriggja stiga skoti er 2 sekúndur voru eftir en það dugði ekki. Lokatölur 91:90.

TaKesha Watson gerði 36 stig fyrir Keflavík og Rannveig Randversdóttir 11 en hjá KR var Candace Futrell með 38 stig og Sigrún Ámundadóttir með 13. 

mbl.is

Bloggað um fréttina