Keflvíkingar í undanúrslitin

Sigurður Þorsteinsson skorar fyrir Keflavík í leiknum í kvöld.
Sigurður Þorsteinsson skorar fyrir Keflavík í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli Sig.

Keflavík sigraði Tindastól, 107:78, í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Heimamenn unnu þar með einvígið, 2:1, og mæta grönnum sínum Njarðvíkingum í undanúrslitum.

Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/6 fráköst, Uruele Igbavboa 18/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/10 stoðsendingar, Draelon Burns 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 12/5 stolnir, Þröstur Leó Jóhannsson 9/5 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Sverrir Þór Sverrisson 5/5 stoðsendingar, David Thor Jonsson 4, Alfreð Elíasson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 0.

Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 24/5 fráköst, Cedric Isom 17/6 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Donatas Visockis 9/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Svavar Atli Birgisson 7/5 fráköst, Halldór Halldórsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Sigmar Logi Björnsson 1, Pálmi Geir Jónsson 0, Sigurður Snorri Gunnarsson 0, Axel Kárason 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

40. mín. Leik lokið með afar öruggum sigri Keflvíkinga, 107:76. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Uruele Igvavboa 18. Helgi Viggósson skoraði 24 stig fyrir Tindastól.

34. mín. Forskot Keflvíkinga eykst enn og staðan er nú 90:62. Úrslitin eru ráðin.

30. mín. Þriðja leikhluta lokið í Keflavík og úrslitin virðast nánast ráðin. Staðan er 78:54, heimamönnum í hag. Hörður Axel Vilhjálmsson er stigahæstur þeirra með 16 stig en Cedric Isom er með 17 stig fyrir Tindastól.

27. mín. Keflavík hefur mest farið 22 stigum yfir og staðan er nú 68:49.

24. mín. Keflvíkingar virðast hafa öll tök á leiknum. Staðan er orðin 63:42.

20. mín. Hálfleikur í Keflavík og heimamenn eru komnir með góða forystu, 49:35. Hörður Axel Vilhjálmsson og Sigurður Þorsteinsson eru með 12 stig hvor fyrir Keflavík en Cedric Isom er með 15 stig  fyrir Tindastól.

17. mín. Keflvíkingar hafa gefið í og staðan er nú 42:31, þeim í hag. Sigurður Þorsteinsson er með 10 stig.

14. mín. Tindastóll jafnaði í byrjun annars leikhluta, 22:22, en Keflavík hefur svarað því með fjórum stigum, 26:22.

10. mín. Fyrsta leikhluta lokið og Keflavík er yfir, 22:19. Sigurður Þorsteinsson er með 8 stig fyrir Keflavík og Hörður Axel Vilhjálmsson 7. Cedric Isom er með 11 stig fyrir Tindastól.

7. mín. Keflavík er yfir, 17:12. Sigurður Þorsteinsson hefur tekið við og skorað 6 stig fyrir Keflvíkinga.

4. mín. Tindastóll byrjaði betur, og komst í 2:4. Keflavík hefur snúið því snarlega við í 7:4 og Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn með 5 stig.

Ef Keflvíkingar vinna í kvöld, mæta þeir sigurvegaranum úr oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur. Ef Tindastóll vinnur mætir liðið KR-ingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert