Ingi Þór tekur við KR

Ingi Þór Steinþórsson er nýr þjálfari KR.
Ingi Þór Steinþórsson er nýr þjálfari KR. mbl.is/Hari

Ingi Þór Steinþórsson hefur verið ráðinn þjálfari KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi í dag. Hann tekur við liðinu af Finni Frey Stefánssyni sem hefur stýrt liðinu frá árinu 2013 en hann lét af störfum á dögunum.

Finnur stýrði KR-ingum til fimm Íslandsmeistaratitla, á jafn mörgum árum en Inga Þór er ætlað að fylgja því góða gengi eftir. Hann gerði KR að Íslandsmeisturum árið 2000 en hann er uppalinn KR-ingur. Þá var hann aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR varð Íslandsmeistari 2009.

Ingi hefur stýrt bæði kvenna- og karlaliði Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009 og gerði hann karlalið Snæfells að tvöföldum meisturum 2010. Þá gerði hann kvennalið Snæfells að þreföldum Íslandsmeisturum á árunum 2014 til 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert