Fjórða tap meistaranna í röð

LeBron James sækir að körfu Cleveland í nótt.
LeBron James sækir að körfu Cleveland í nótt. AFP

LeBron James fékk góðar móttökur þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll í Cleveland með liði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Lakers hrósaði sigri 109:105 þar sem LeBron skoraði 32 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LeBron James fór frá Cleveland til Lakers í sumar.

„Að koma til baka og fá þær móttökur sem ég fékk hefur mikla þýðingu. Ekki bara fyrir mig heldur fjölskyldu mína,“ sagði LeBron eftir leikinn.

Meistararnir í Golden State Warriors töpuðu fjórða leik sínum í röð en þeir lágu fyrr Oklahoma City Thunder 123:95. Kevin Durant og Klay Thompson skoruðu 27 stig hvor fyrir Golden State en Dennis Schröder setti niður 32 stig fyrir Oklahoma. Þetta er í fyrsta sinn sem Golden State tapar fjórum leikjum í röð undir stjórn Steve Kerr síðan árið 2013.

Gríska stjarnan Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig, tók 16 fráköst og gaf 9 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann stórsigur á Portland 143:100.

Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 19 fráköst í sigri Philadelphia gegn New Orleans og hefur Philadelphia unnið alla tíu heimaleiki sína í deildinni.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Indiana 127:109
Philadelphia - New Orleans 121:120
Toronto - Atlanta 124:108
New York - Boston 117:109
LA Lakers - Cleveland 109:105
Chicago - Phoenix 124:116
Houston - Detroit 126:124
Milwaukee - Portland 143:100
Memphis - SA Spurs 104:103
Dever - Minnesota 103:101
Dallas - Brooklyn 119:113
Sacramento - Utah 119:110
Oklahoma - Golden State 123:95

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert