Stærsta tap í sögu Chicago Bulls

Slæm byrjun. Jim Boylen tók við sem þjálfari Chicago fyrir …
Slæm byrjun. Jim Boylen tók við sem þjálfari Chicago fyrir viku. AFP

Chicago Bulls var kjöldregið af Boston Celtics í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og mátti þola stærsta tap sitt í sögu deildarinnar, 133:77, á heimavelli sínum í Chicago.

Chicago, sem er eitt af stærstu liðunum í sögu NBA, tapaði því með 56 stiga mun en þar áður tapaði liðið með 53 stiga mun gegn Minnesota árið 2001. Daniel Theis fór á kostum í liði Boston, skoraði 22 stig, átti tíu fráköst og fimm stoðsendingar og þá var Jaylen Brown einn stigahæstur með 23 stig. Gestirnir unnu fyrsta leikhluta með 18 stigum, 35:17, og eftir það var ekki aftur snúið.

Þá komust LeBron James og félagar í Los Angeles aftur á sigurbraut með 111:88-sigri á Memphis í nokkuð þægilegum leik en LeBron og Kyle Kuzma skoruðu báðir 20 stig fyrir Los Angeles.

Úrslit næturinnar
Dallas Mavericks - Houston Rockets 107:104
Indiana Pacers - Sacramento Kings 107:97
Atlanta Hawks - Denver Nuggets 106:98
Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 116:101
New York Knicks - Brooklyn Nets 104:112
Chicago Bulls - Boston Celtics 77:133
Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 88:111
Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 113:105
Los Angeles Clippers - Miami Heat 98:121

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert