Snæfell slapp með skrekkinn

Kirsten Denise McCarthy átti frábæran leik og skoraði 33 stig.
Kirsten Denise McCarthy átti frábæran leik og skoraði 33 stig. mbl.is//Hari

Kristen Denise McCarthy átti frábæran leik fyrir Snæfell og skoraði 33 stig þegar liðið vann fjögurra stiga sigur gegn Haukum í Stykkishólmi í átta liða úrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik en leiknum lauk með 72:68-sigri Snæfells.

Snæfell var fimm stigum yfir í hálfleik 40:35 en Haukar unnu þriðja leikhluta með þremur stigum og hleyptu þannig spennu í leikinn. Snæfelli tókst hins vegar að knýja fram mikilvægan sigur á lokamínútunum og er liðið því komið áfram í undanúrslit Geysisbikarsins líkt og Stjarnan.

Kristen McCarthy skoraði 33 stig, tók níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar og var atkvæðamest í liði Snæfells en hjá Haukum var það LeLe Hardy sem skoraði 16 stig, tók átján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Snæfell - Haukar 72:68

Stykkishólmur, Bikarkeppni kvenna, 20. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 7:8, 10:12, 13:16, 21:18, 29:23, 32:25, 40:30, 40:35, 40:41, 45:41, 50:45, 53:51, 60:51, 65:51, 68:59, 72:68.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 33/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 19/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Katarina Matijevic 5/8 fráköst, Angelika Kowalska 5/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Haukar: LeLe Hardy 16/18 fráköst, Klaziena Guijt 13/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert