Tekst Keflavík að jafna metin?

Frá viðureign Vals og Keflavíkur í fyrradag.
Frá viðureign Vals og Keflavíkur í fyrradag. mbl.is/Árni Sæberg

Valur og Keflavík eigast við í öðrum leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Valur, sem varð deildarmeistari og bikarmeistari, er 1:0 yfir í einvíginu en Valur fagnaði sigri í fyrsta leiknum á öðrum degi páska 75:63.

Vinna þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum og fari Valur með sigur af hólmi í kvöld getur liðið tryggt sér titilinn á heimavelli á laugardaginn.

Flautað verður til leiks í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld klukkan 19.15.

mbl.is