Alba vann fyrsta leik í undanúrslitum

Martin Hermannsson spilaði vel.
Martin Hermannsson spilaði vel.

Mart­in Her­manns­son og fé­lag­ar í Alba Berlín eru komnir yfir í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Oldenburg í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik eftir 100:93-sigur á útivelli í dag. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

Leikurinn var gríðarlega jafn, staðan var 21:21 eftir fyrsta leikhluta og 46:44 í hálfleik, gestunum í vil. Heimamenn unnu svo þriðja leikhluta með þremur stigum en Martin og félagar færðu sig upp á skaftið í lokin, unnu fjórða leikhluta 28:20 og sjö stiga sigur alls.

Martin spilaði 23 mínútur, skoraði 15 stig og gaf þrjár stoðsendingar en hann hefur verið ansi drjúgur í úrslitakeppninni til þessa. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn, þá í Berlín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert