Haukur Helgi og félagar úr leik

Haukur Helgi Pálsson og félagar eru úr leik.
Haukur Helgi Pálsson og félagar eru úr leik. Ljósmynd/@nanterre_92basket

Hauk­ur Helgi Páls­son og félagar hans í Nan­ter­re eru úr leik í baráttunni um franska meistaratitilinn í körfuknattleik.

Nanterre og Lyon-Vil­leur­banne áttust við í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitunum á heimavelli Nanterre í kvöld þar sem Lyon-Vil­leur­banne vann stórsigur 99:56og liðið vann þar með einvígið 3:0.

Lyon-Vil­leur­banne gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32:18 og í hálfleik var staðan 58:33.

Haukur Helgi hafði hægt um sig en hann skoraði aðeins tvö stig og tók tvö fráköst.

mbl.is