Tap gegn Dönum í fyrstu tilraun

Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. Ljósmynd/Karfan.is

U16 ára kvennalandslið Íslands í körfuknattleik tapaði 72:64-gegn Danmörku á Norðurlandamótinu í Finnlandi í dag. U18 liðið og karlalandsliðin í sömu aldursflokkum mæta Dönum síðar í dag og gefast þar tækifæri til að rétta hlut Íslands í einvígum dagsins.

U16 ára lið kvenna hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum, fyrst gegn Noregi og Svíþjóð, og nú gegn Danmörku. Lára Ösp Ásgeirsdóttir var langstigahæst íslenska liðsins með 20 stig en næst var fyrirliðinn Vilborg Jónsdóttir með 11. Elísabet Ýr Ægisdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins en Lára Ösp tók níu.

mbl.is