Fyrsti sigurinn kom gegn Rúmeníu

Íslensku leikmennirnir fagna.
Íslensku leikmennirnir fagna. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára landslið kvenna í körfubolta vann sinn fyrsta sigur í B-deild Evrópumótsins í Búlgaríu í dag er liðið lagði Rúmeníu 47:46 eftir æsispennandi lokamínútur. 

Íslenska liðið var með ellefu stiga forskot þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þá fraus hins vegar allt hjá liðinu og skoraði Rúmenía tíu síðustu stigin. Sem betur fer fyrir íslenska liðið komst það rúmenska ekki nær.

Júlía Thasaphong skoraði 13 stig fyrir íslenska liðið, Elísabet Ægisdóttir gerði 12 og Lára Ásgeirsdóttir 11. Íslenska liðið leikur um 17.-23 sæti á næstu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert