Martin fékk stóran skell í Ísrael

Martin Hermannsson gat ekki komið í veg fyrir stórt tap.
Martin Hermannsson gat ekki komið í veg fyrir stórt tap.

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Alba Berlín máttu þola stórt 78:104-tap fyrir Maccabi Tel-Aviv frá Ísrael í Euroleague í kvöld, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu.  

Eftir jafnan fyrsta leikhluta vann Maccabi annan og þriðja leikhlutann 31:18 og lagði gruninn að öruggum sigri. 

Martin skoraði fjögur stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast. Eftir sigur í fyrsta leik er Alba búið að tapa sex leikjum í röð í keppninni. 

mbl.is