Með Leicester í toppsætinu

Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik.
Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik. mbl.is/Hari

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, og samherjar hennar í Leicester Riders eru á toppi bresku atvinnudeildarinnar eftir auðveldan útisigur á Essex Rebels í gær, 96:65.

Sara lék í 28 mínútur með Leicester en hún skoraði 14 stig, tók fimm fráköst og átti fjórar stoðsendingar.

Leicester Riders hefur unnið níu af fyrstu ellefu leikjum sínum en liðin í öðru og þriðja sæti, Newcastle Eagles og Sevenoaks Suns, standa þó betur að vígi því þau eru bæði með átta sigra í níu leikjum. Eru tveimur stigum á eftir Leicester en eiga tvo leiki til góða.

mbl.is