Aftur vann Valur með meira en 60 stigum

Valskonur voru miklu sterkari en Grindavík í dag.
Valskonur voru miklu sterkari en Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Vals unnu sinn annan leik í röð með meira en 60 stigum er liðið vann auðveldan 118:55-sigur á Grindavík á heimavelli í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. 

Valur hafði betur gegn Skallagrími í síðasta leik, 107:41, og er því með stigatöluna 225:69 eftir að liðið tapaði í undanúrslitum bikarsins gegn KR um síðustu helgi. 

Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 24 stig fyrir Val, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði 20, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Tania Pierre-Marie skoraði 18 stig og tók 13 fráköst. 

Valur er með 40 stig, átta stigum meira en KR, sem tapaði fyrir Keflavík fyrr í dag. Valskonum duga því þrír sigrar í síðustu sjö umferðunum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. 

Valur - Grindavík 118:55

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 22. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 10:2, 19:4, 26:10, 37:13, 43:18, 49:23, 57:27, 61:31, 67:33, 76:37, 84:37, 94:37, 102:44, 110:49, 113:53, 118:55.

Valur: Dagbjört Dögg Karlsdóttir 26/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Kiana Johnson 16/4 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 16, Dagbjört Samúelsdóttir 13, Micheline Mercelita 13, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Hallveig Jónsdóttir 4, Anita Rún Árnadóttir 4, Lea Gunnarsdóttir 1.

Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.

Grindavík: Tania Pierre-Marie 18/13 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 13/5 fráköst, Hrund Skúladóttir 7, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6, Vikoría Rós Horne 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 4/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 19 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Egill Egilsson.

Áhorfendur: 52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert