Meistaraefnin náðu yfirhöndinni

Paul George dró vagninn í endurkomu LA Clippers.
Paul George dró vagninn í endurkomu LA Clippers. AFP

Paul George fór mikinn fyrir LA Clippers þegar liðið vann 113:107-sigur gegn Denver Nuggets í þriðja leik liðanna í 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Disney World í Orlando í nótt.

George skoraði 32 stig en það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Clippers-menn tóku á honum stóra sínum og náðu yfirhöndinni í leiknum.

Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver, skoraði 32 stig og tók fjórtán fráköst, en það dugði ekki til. LA Clippers leiðir nú 2:1 í einvíginu en liðin mætast á nýjan leik á fimmtudaginn.

Þá er Boston Celtics komið í 3:2-gegn Toronto Raptors eftir 111:-89-sigur í nótt. Boston var með yfirhöndina í leiknum frá fyrstu mínútu og leiddi með 27 stigum í hálfleik.

Jaylen Brown skoraði 27 stig fyrir Boston en hjá Toronto var Fred Van Vleet stigahæstur með 18 stig.

Jaylen Brown í baráttunni við Kyle Lowry í nótt.
Jaylen Brown í baráttunni við Kyle Lowry í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert