Þór upp að hlið toppliðsins

Styrmir Snær Þrastarson átti góðan leik fyrir Þórsara.
Styrmir Snær Þrastarson átti góðan leik fyrir Þórsara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór frá Þorlákshöfn vann sinn sjöunda sigur í síðustu átta leikjum í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið hafði betur gegn Njarðvík, 91:89, á heimavelli í kvöld.

Þór var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 44:37. Heimamenn bættu við forskotið í þriðja leikhluta en fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 73:61, Þór í vil.

Njarðvík gafst ekki upp og tókst að minnka muninn á lokakaflanum. Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu þegar rúm hálf mínúta var eftir og minnkaði muninn í 89:87.

Larry Thomas skoraði hinsvegar fyrir Þór í næstu sókn, 91:87. Logi Gunnarsson minnkaði muninn á vítalínunni í blálokin en nær komst Njarðvík ekki.

Larry Thomas skoraði 20 stig fyrir Þór og nýjasti landsliðsmaður Íslands, Styrmir Snær Þrastarson, skoraði 19 og tók 11 fráköst. Antonio Hester skoraði 19 stig og tók 11 fráköst fyrir Njarðvík.

Þór fór upp að hlið Keflavíkur í toppsætinu með 16 stig en Njarðvík er í sjötta sæti með tíu stig.

Þór Þorlákshöfn - Njarðvík 91:89

Icelandic Glacial-höllin, Dominos-deild karla, 1. mars 2021.

Gangur leiksins: 4:3, 11:11, 16:16, 24:20, 31:22, 33:26, 41:30, 44:37, 52:48, 59:48, 63:53, 73:61, 79:65, 84:76, 86:78, 91:89.

Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 20, Styrmir Snær Þrastarson 19/11 fráköst, Adomas Drungilas 14/11 fráköst, Callum Reese Lawson 12/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 11, Emil Karel Einarsson 9, Halldór Garðar Hermannsson 4/8 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 2.

Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.

Njarðvík: Antonio Hester 19/11 fráköst, Logi Gunnarsson 16, Kyle Johnson 15/7 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 14, Rodney Glasgow Jr. 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Mario Matasovic 4/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 4/5 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Einar Þór Skarphéðinsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 100

mbl.is