Njarðvíkingar halda sæti sínu - Hattarmenn fallnir

Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík eru í tvísýnni baráttu …
Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík eru í tvísýnni baráttu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvíkingar lögðu Þór frá Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaksgryfjunni í kvöld, 88:73, og tryggðu sér með því áframhaldandi sæti í deildinni.

Njarðvíkingar sem fyrir nokkrum dögum sátu á botni Dominosdeildar karla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þrjá síðustu leiki sína í deildinni og gerðu harða atlögu að úrslitakeppnissæti. 

Þrátt fyrir hörku spilamennsku á þessum lokaspretti deildarinnar náði þetta sögufræga félag ekki að tryggja sig í úrslitakeppnina þetta árið.   Fyrir leik voru auðvitað Þórsarar sigurstranglegri. Átt ótrúlega flott tímabil með gríðarlega vel saman sett lið sem hafði fyrir leik tryggt sér 2. sætið í deildinni.

Ekki dónalegur árangur þar hjá Lárusi Jónssyni þjálfara liðsins. „Við mættum til leiks afslappaðir og ætluðum okkur auðvitað sigur en um leið að reyna að dreifa álaginu á leikmenn,“ sagði Lárus Jónsson eftir leik. 

Þetta skein svo sem í gegn hjá þeim Þórsurum. Þeir voru vissulega til í að spila fínan körfubolta en áræðnin og baráttan í grimmum Njarðvíkingum var þeim erfið þetta kvöldið. Þar  bar hæst við framistaða Antonio Hester sem mikið hefur verið gangrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur.

Hester hefur svarað þessari gagnrýni á parketinu og í kvöld hristi hann fram úr erminni 30 stigum og 20 fráköstum. Eins og naut í flagi hvað eftir annað í teignum báðumegin vallarins stóð hann uppi sem sigurvegari og engin gat komið taumi yfir drenginn. 

En hvað er það sem veldur að Njarðvíkingar ná ekki úrslitakeppninni þetta árið? Mörg atriði spila þar stóran part. T.d. tapa Njarðvíkingar hátt í 10 leikjum með 5 stigum eða minna og eru með aðeins -30 stig (Skoruð vs fengin á sig) í 9. sæti deildarinnar.

Til samanburðar eru Þórsarar á leið í úrslitakeppni með -127 stig.  Þegar yfir heildina er litið þá er Dominosdeildin einfaldlega orðin þannig að flest öll lið geta unnið hvort annað og hvergi má gefa eftir. Ef undan er skilin framistaða Keflvíkinga þennan veturinn þá gat engin bókað sigur fyrirfram gegn neinum.   

Það er í raun grátlegt að horfa á eftir tveimur frábærum liðum í Hetti og Haukum sem lögðu mikið undir og voru með frábæra umgjörð um sín lið falla niður í 1. deildina.  En Þórsarar eru á leið í úrslitakeppni og ættu svo sannarlega að getað lagt flest lið þar, eða þá auðvitað hitt að fara þar í gegn án sigurs. 

Mikið gæti haft að segja að dómaranefnd hefur ákveðið að kæra Adomas Drungilas fyrir meint olnbogaskot í síðasta leik liðsins gegn Þór Akureyri. Ef svo fer sem horfir gæti kappinn verið að horfa á hátt í 5 leikja bann. 

Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 88:73

Njarðtaks-gryfjan, Dominos deild karla, 10. maí 2021.

Gangur leiksins:: 8:7, 8:13, 15:16, 23:18, 32:23, 40:28, 42:37, 43:46, 49:48, 55:52, 60:53, 66:58, 70:61, 81:63, 86:69, 88:73.

Njarðvík: Antonio Hester 30/20 fráköst, Logi Gunnarsson 15, Maciek Stanislav Baginski 14, Rodney Glasgow Jr. 10, Kyle Johnson 8/8 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 5, Ólafur Helgi Jónsson 3/5 fráköst, Mario Matasovic 3.

Fráköst: 34 í vörn, 10 í sókn.

Þór Þorlákshöfn: Adomas Drungilas 17/9 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 14/4 fráköst/3 varin skot, Davíð Arnar Ágústsson 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12/4 fráköst, Callum Reese Lawson 5/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Larry Thomas 2/6 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 2, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2, Ingimundur Orri Jóhannsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson.

Höttur - Keflavík 62:74

MVA-höllin Egilsstöðum, Dominos deild karla, 10. maí 2021.

Gangur leiksins:: 6:0, 8:8, 11:12, 15:14, 19:18, 24:19, 28:24, 30:29, 31:34, 38:44, 40:49, 46:56, 48:58, 54:64, 58:69, 62:74.

Höttur: Eysteinn Bjarni Ævarsson 16/10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/8 fráköst/5 stolnir, Michael A. Mallory II 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bryan Anton Alberts 8, David Guardia Ramos 7, Dino Stipcic 5/6 fráköst, Juan Luis Navarro 2, Hreinn Gunnar Birgisson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Deane Williams 19/16 fráköst/3 varin skot, Dominykas Milka 19/13 fráköst, Valur Orri Valsson 8/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 3.

Fráköst: 44 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Njarðvík 88:71 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is